Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna landnotkunar í Árnesi
Athugasemdafrestur er til 13. október 2017
Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 sem felst í að íbúðarsvæði við enda Bugðugerðis stækkar, þjónustusvæði Þ4 við Skólabraut (leikskólalóð) breytist í íbúðarsvæði, svæði fyrir verslun- og þjónustu (lóð Nónsteins merkt V3) stækkar auk þess sem opið svæði til sérstakra nota minnkar.
Tillagan er til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa á skrifstofutíma kl. 9-16 en einnig er hægt að nálgast hana á vefsíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps og hjá Skipulagsstofnun.
Athugasemdir og ábendingar þurfa að vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa, á Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eigi síðar en 13. október 2017.