Mál í kynningu


9.10.2024

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna breytingar á frístundabyggð og landbúnaðarlandi í íbúðarbyggð í landi Voga 1

Athugasemdafrestur er til 18. nóvember 2024.

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023. Í tillögunni felst breyting á hluta frístundabyggðar (332-F) og landbúnaðarsvæði í íbúðarbyggð (565-ÍB). Íbúðarbyggðin (565-ÍB) verður 3,2 ha og frístundabyggð og landbúnaðarsvæði minnka til samræmis. Gert er ráð fyrir 7 íbúðarhúsum.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.thingeyjarsveit.is og í Skipulagsgátt

Athugasemdir þurfa að berast á Skipulagsgátt eigi síðar en 18. nóvember 2024