Mál í kynningu


26.1.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Snæfellsbæjar vegna Dritvíkurvegar og Djúpalónssands

Athugasemdafrestur er til 15. mars 2023

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Snæfellsbæjar 2015-2031. Í breytingunni felst að afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF-U-7) er stækkað um 2 ha beggja vegna Útnesvegar fyrir nýja staðsetningu bílastæða og þjónustuhúss. Landbúnaðarland minnkar sem stækkuninni nemur. Breytingin tekur einnig til stækkunar þjóðgarðsins sem þegar hefur átt sér stað.

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.snb.is

Athugasemdir þurfa að berast til skipulags- og byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar í ráðhús Snæfellsbæjar að Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða byggingarfulltrui@snb.is eigi síðar en 15. mars 2023