Mál í kynningu


3.10.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps, Geldingsá

Athugasemdafrestur er til 12. nóvember 2018

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna nýrra svæða fyrir  íbúðarbyggð og verslun og þjónustu í landi Geldingsár.

Tillagan er til sýnis til 12. nóvember 2018 á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, á svalbardsstrond.is  og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. 

Athugasemdir þurfa að berast á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið postur@svalbardsstrond.is, eigi síðar en 12. nóvember 2018.