Mál í kynningu


5.1.2018

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs, Rósaselstorg, Garðvangur og hindrunarfletir flugvallar

Athugasemdafrestur er til og með 16. febrúar 2018

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030 vegna breytinga á landnotkun við Rósaselstorg og Garðvang og breytinga á takmörkunum hindrunarflata Keflavíkurflugvallar.

Tillagan ásamt umhverfisskýrslu er til sýnis á bæjarskrifstofunum, hjá Skipulagsstofnun og er aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.svgardur.is.

Athugasemdir þurf að berast til skipulagsfulltrúa á netfangið jonben@svgardur.is eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Garðs, Sunnubraut 4, 250 Garði, merktar „Breyting á aðalskipulagi  Garðs“, eigi síðar en föstudaginn 16. febrúar 2018.