Mál í kynningu


2.4.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar og tillaga að deiliskipulagi vegna Svínhóla í Lóni

Athugasemdafrestur er til 5. maí 2020

  • Svínhólar í Lóni

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 og tillögu að deiliskipulagi vegna verslunar- og þjónustusvæðis og landgræðslu og skógræktarsvæðis á Svínhólum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu með hóteli, aðstöðu fyrir starfsfólk auk nytjaskógræktar á jörðinni.

Tillögurnar eru til sýnis í Nýheimum, í glugga bókasafnsins að Litlubrú 2 á Höfn, á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar, www.hornafjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is eigi síðar en 5. maí 2020.