Mál í kynningu


4.9.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna Breiðamerkurlóns og Vatnajökulsþjóðgarðs

Athugasemdafrestur er til 14. október 2019

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 vegna stækkunar afþreyingar- og ferðamannasvæðis (AF16) við Breiðamerkurlón og breyttrar afmörkunar Vatnajökulsþjóðgarðs.

Tillagan er til sýnis á bæjarskrifstofum Hornafjarðar, á vef sveitarfélagsins www.hornafjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á bæjarskrifstofur Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 eigi síðar en 14. október 2019.