Mál í kynningu


27.5.2019

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna Dunhaga á Tálknafirði

Athugasemdafrestur er til 5. júlí 2019.

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna Dunhaga, svæðis fyrir verslun og þjónustu.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, á vef sveitarfélagsins www.talknafjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38, 460 Tálknafirði eigi síðar en 5. júlí 2019.