Mál í kynningu


23.3.2020

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Hólasandslínu 3

Athugasemdafrestur er til 1. maí 2020

  • Hólasandslína 3

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022, sem felur í sér stefnu um breytta legu Hólasandslínu 3 á þremur köflum, í Bíldsárskarði, í Fnjóskadal og í Laxárdal. Í tengslum við lagningu línunnar eru skilgreind 18 ný efnistökusvæði en jafnframt er fyrirhugað að leggja 30 km af vegslóðum.

Breytingartillagan mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar frá og með fimmtudeginum 19. mars með athugasemdarfresti til og með föstudeginum 1. maí 2020. Þá er tillagan aðgengileg á vef sveitarfélagsins www.thingeyjarsveit.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar eða með tölvupósti á netfangið gudjon@skutustadahreppur.is eigi síðar en 1. maí 2020.