Mál í kynningu


7.2.2023

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, vegna lagningar jarðstrengs

Athugasemdafrestur er til 15. mars 2023

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022, breytingin felur í sér áform um lagningu jarðstrengs frá tengivirki við Þeistareyki til norðurs að sveitarfélagamörkum. Jarðstrengurinn mun liggja meðfram gamla Þeistareykjavegi.  

Skipulagsgögn eru til sýnis á vef sveitarfélagsins www.thingeyjarsveit.is

Athugasemdir þurfa að berast á netfangið atli@thingeyjarsveit.is eða í bréfpósti á Hlíðaveg 6, 660 Mývatn eigi síðar en 15. mars 2023