Mál í kynningu


9.9.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar, íbúðarsvæði við Lönguhlíð á Bíldudal

Athugasemdafrestur er til 21. október 2019

Vesturbyggð hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun íbúðarsvæðis við Lönguhlíð á Bíldudal á kostnað opins svæðis til sérstakra nota. Svæðið er neðan leiðigarðs vegna ofanflóðavarna og verður heimilt að reisa íbúðarhús á 6 lóðum, allt að fjórar íbúðir á hverri lóð.

Tillagan er aðgengileg á skrifstofu Vesturbyggðar og hjá Skipulagsstofnun auk þess sem hana má nálgast á www.vesturbyggd.is

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði eigi síðar en 21. október 2019.