Mál í kynningu


3.10.2019

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar vegna Melaness á Rauðasandi

Athugasemdafrestur er til 18. nóvember 2019

Sveitarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006–2018 vegna breytingar úr landbúnaðarsvæði yfir í verslunar- og þjónustusvæði (V11) á jörðinni Melanes á Rauðasandi.

Tillagan er til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, á vef sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði eigi síðar en 18. nóvember 2019.