Mál í kynningu


12.4.2017

Tillaga að breytingu á stefnu um íbúðarbyggð í aðalskipulagi Reykjavíkur

Athugasemdafrestur er til 19. maí  2017

Borgarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem varðar heimildir um fjölda íbúða og blöndun byggðar á byggingarreitum. Breytingin leiðir af sér breytingu á Mynd 13, Íbúðarbyggð og blönduð byggð 2010-2030 í kaflanum Borgin við Sundin.

Tillagan er til sýnis í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14 og hjá Skipulagsstofnun.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is eigi síðar en 19. maí 2017.