Mál í kynningu


6.12.2017

Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Borgarlína

Athugasemdafrestur er til 17. janúar 2018

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur auglýst tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040, sbr. 24. gr. skipulagslaga nr. og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Breytingartillagan er tilkomin vegna undirbúnings Borgarlínu - hágæða almenningssamgöngukerfis sem tengja á öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Með breytingunni eru markaðir samgöngu- og þróunarásar en Borgarlína mun liggja innan þeirra. Einnig eru sett fram leiðbeinandi ákvæði sem lúta að uppbyggingu á samgöngu- og þróunarásum. Tillagan er til sýnis á skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Hamraborg 9 Kópavogi, hjá Skipulagstofnun og á skrifstofum allra sveitarfélaga  á höfuðborgarsvæðinu. Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu SSH, http://www.ssh.is

Þeir sem vilja kynna sér tillöguna frekar eru hvattir til að mæta á opið hús á skrifstofu SSH, Hamraborg 9, Kópavogi á eftirtöldum dögum:

  • Miðvikudaginn 13. desember kl. 11.30-13.30 og 15.30-17.30.
  • Fimmtudaginn 11. janúar kl. 11.30-13.30 og 15.30-17.30.

Athugasemdir þurfa að berast til skrifstofu SSH Hamraborg 9, 200 Kópavogi eða á netfangið ssh@ssh.is eigi síðar en kl. 16.00  miðvikudaginn 17. janúar 2018.