Mál í kynningu


7.12.2017

Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Akureyrarbæ

Athugasemdafrestur er til og með 12. janúar 2018

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, sem tekur til alls sveitarfélagsins, þ.e. Akureyrar, Hríseyjar og Grímseyjar. Sem hluti af skipulagstillögunni er rammahluti aðalskipulags fyrir Oddeyrina. Athugasemdir Skipulagsstofnunar, dags. 30. nóvember 2017, sem brugðist hefur verið við að mestu leyti, eru auglýstar með tillögunni, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum, er til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar Geislagötu 9, í Hrísey, í Grímsey og hjá Skipulagsstofnun. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Akureyrarkaupstaðar á akureyri.is

Athugasemdir þurf að berast til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9 eða með tölvupósti á skipulagssvid@akureyri.is eigi síðar en kl. 16 föstudaginn 12. janúar 2018.