Tillaga að Svæðisskipulagi Dala, Reykhóla og Stranda 2018-2030
Athugasemdafrestur er til 12. mars 2018
Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hefur auglýst tillögu að svæðisskipulagi Dala, Reykhóla og Stranda, sbr. 24. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg framtíðarsýn á þróun landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð. Tillagan er til sýnis á skrifstofum sveitarfélaganna og hjá Skipulagstofnun. Gögnin eru einnig aðgengileg á vef sveitarfélaganna og á vefnum samtakamattur.is
Athugasemdir þurfa að berast til formanns svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða á netfangið ingaemils@strandabyggd.is eigi síðar en við lok dags. 12. mars 2018.