Mál í kynningu


25.11.2020

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar vegna vindorkuvera að Hróðnýjarstöðum og í landi Sólheima

Athugasemdafrestur er til 20. janúar 2021

  • Sólheimar og Hróðnýjarstaðir

Sveitarstjórn hefur auglýst tvær tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 vegna vindorkuvera í landi Hróðnýjarstaða og í landi Sólheima. Um er að ræða skilgreiningu á um 400 ha iðnaðarsvæði á hvorri jörð til vindorkunýtingar.

Tillögurnar eru til sýnis í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar í Búðardal, á vef sveitarfélagsins www.dalir.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til skipulagsfulltrúa Dalabyggðar, stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða með tölvupósti í netfangið: skipulag@dalir.is, merkt Hróðnýjarstaðir – Breyting á Aðalskipulagi og/eða Sólheimar – Breyting á Aðalskipulagi, eigi síðar en 20. janúar 2021.