Mál í kynningu


19.3.2021

Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029, vegna íbúðarbyggðar ÍB5 við Hlíðarhaga og við Heilsustofnun NLFÍ

Athugasemdafrestur er til 3. maí 2021

  • Hlíðarhagi og NLFÍ

Bæjarstjórn hefur auglýst tvær tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029. Annars vegar er um að ræða breytingu þar sem mörkuð er stefna um þéttingu byggðar á svæði fyrir íbúðarbyggð ÍB5 við Hlíðarhaga þar sem íbúðum verður fjölgað úr 27 í rað- og parhúsum í 45 íbúðir í rað- og fjölbýlishúsum. Hins vegar er um að ræða að svæði VÞ6 fyrir verslun og þjónustu við Heilsustofnun NLFÍ er fellt út og íbúðarbyggð ÍB14 og stofnanasvæði S8 stækka.

Tillögurnar eru til sýnis á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20, á vef sveitarfélagsins www.hveragerdi.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar á Bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á netfangið gfb@hveragerdi.is, eigi síðar en 3. maí 2021.