Mál í kynningu


6.9.2019

Tillögur að breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Reykjavíkur vegna iðnaðarsvæðis á Álfsnesi

Athugasemdafrestur er til 11. október 2019

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur auglýst tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 vegna breytingar á vaxtarmörkum þéttbýlis á Álfsnesi skv. skipulagslögum.

Samhliða hefur Reykjavíkurborg auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis við Álfsnesvík, skv. 31. gr. skipulagslaga. Jafnframt er auglýst deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæðið skv. 43. gr. skipulagslaga. Skipulagstillögurnar fela í sér stefnu um 10,6 ha iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík ásamt viðlegukanti fyrir skip. Gert er ráð fyrir að Björgun ehf. flytji starfsemi sína á umrætt svæði.

Skipulagstillögunum fylgir sameiginleg umhverfisskýrsla sem unnin er í samræmi við lög um umhverfismat áætlana.

Skipulagstillögurnar, ásamt sameiginlegri umhverfisskýrslu og umsögn Skipulagsstofnunnar um aðalskipulagstillöguna, liggja nú frammi á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, á skrifstofum annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hjá Skipulagsstofnun. Gögnin eru einnig aðgengileg vef SSH, www.ssh.is/svaedisskipulag og á vef Reykjavíkurborgar adalskipulag.is.

Vakin er athygli á að samhliða er í kynningu frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum af landfyllingum og tengdum framkvæmdum á umræddu svæði og liggur hún frammi hjá Reykjavíkurborg og hjá Skipulagsstofnun, auk þess að vera aðgengileg hér á vef stofnunarinnar.

Haldinn verður kynningarfundur kl. 17:00 þann 18. september 2019 á 7. hæð í Borgartúni 12-14, þar sem skipulagstillögurnar og frummatsskýrslan verður kynnt.

Ábendingum og athugasemdum við skipulagstillögurnar skal skilað skriflega til skrifstofu SSH, Hamraborg 9, Kópavogi eða á Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Borgartúni 12–14. Athugasemdir má einnig senda með tölvupósti á svæðisskipulagsnefndina á ssh@ssh.is eða til Reykjavíkurborgar á skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 11. október 2019.