Mál í kynningu


9.7.2024

Vatnsvinnsla í Ölfusi

Mat á umhverfisáhrifum - Matsáætlun í kynningu

Umsagnarfrestur er til og með 13. ágúst 2024

Aqua Omnis ehf. hyggst hefja vatnsvinnslu á jörðinni Nesi í Ölfusi sem er um 14 km vestan við þéttbýli Þorlákshafnar. Uppsetning vatnsvinnslukerfis miðast við að afkastageta kerfisins geti verið allt að 2.000 L/s en meðalrennsli verði mun minna. Vatninu verður dælt beint um borð í tankskip úti fyrir ströndinni. Stærð skipa sem yrðu notuð við útflutning á vatni yrði á bilinu 25.000 til 300.000 tonn.

Kynning matsáætlunar fyrir verkefnið stendur yfir. Öllum er frjálst að skila inn umsögn um matsáætlun.

Matsáætlun er aðgengileg hér í Skipulagsgátt þar skal umsögnum skilað. Umsagnarfrestur er til og með 13. ágúst 2024.