±80 Mannlíf og bæjarrými, fortíð og framtíð

Málþing í tilefni af 80 ára afmæli Skipulagsstofnunar, Nauthóli

  • 13.11.2018

Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun embættis skipulagsstjóra ríkisins, síðar Skipulagsstofnun, stóð stofnunin fyrir afmælismálþingi þann 13. nóvember.

Áherslur, viðfangsefni og aðferðir í skipulagsgerð hafi breyst mikið á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun embættisins. Á þessum tímamótum horfum við til baka yfir þróun skipulagsmála hér á landi frá fyrrihluta síðustu aldar. Jafnframt horfum við til framtíðar og veltum fyrir okkur þeim áskorunum sem fram undan eru í skipulagsmálum. Ein  helsta áskorunin á næstu áratugum, fyrir utan loftslagsbreytingar, felst sennilega í tæknibreytingum í samgöngum og verslun sem munu fyrirsjáanlega hafa mikil áhrif á skipulag byggðar og mannlíf í borgum og bæjum. 

Upptökur 

 

Um fyrirlesara: 

Nico Larco er arkitekt og borgarhönnuður og prófessor við University of Oregon í Bandaríkjunum. Hann er einn af stofnendum og stjórnendum þverfaglegra samtaka vestanhafs, Sustainable Cities Initiative, sem beina sjónum sínum að sjálfbærni í  hinu byggða umhverfi. Rannsóknarsvið hans er vistvæn borgarhönnun og  áhrif tæknibreytinga á borgarskipulag og borgarhönnun. Sjá nánar á urbanismnext.uoregon.edu.

Nico Larco fjallaði um eftirfarandi í erindi sínu:

Advances in technology such as the advent of autonomous vehicles (AV's), the rise of E-commerce, and the proliferation of the sharing economy are having profound effects not only on how we live, move, and spend our time in cities, but also increasingly on urban form and development itself. These new technologies are changing the ease of transportation, the role of transit, and the places we spend our time.

In this talk, Nico Larco will talk about how these changes will have profound effects on cities including large shifts in land use, changes in street design, a reduction in the need for parking, a shift on where we choose to live, and challenges for urban density, the extent of sprawl, and the vitality of urban areas.

Haraldur Sigurðsson er skipulagsfræðingur sem hefur komið að skipulagsgerð hér á landi á síðustu 30 árum. Undanfarin ár hefur Haraldur starfað hjá Reykjavíkurborg, meðal annars sem verkefnistjóri Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.  Jafnhliða störfum sem skipulagsfræðingur hefur Haraldur unnið að rannsóknum og ritun á sögu skipulagsgerðar á Íslandi. Bók um það efni er væntanleg á næstunni.

Erindi sitt kallar Haraldur Bæjarskipulag og mótun hins byggða umhverfis á Íslandi á 20. öldinni, nokkrir þættir, vendipunktar og mýtur úr sögu skipulagsmálanna. Í erindinu verður stiklað á stóru í sögu skipulagsmála hér á landi á 20. öldinni. Áhersla er lögð á að skoða söguna í samhengi við mótun nútímasamfélags hér á landi og í ljósi þróunar hinna alþjóðlegu skipulagsfræða. Vikið er að helstu vendipunktum  í þróun hinnar lögbundnu skipulagsgerðar hér landi og gefin dæmi af skipulagsverkefnum sem hafa valdið þáttaskilum.