Liðnir viðburðir

Námskeið um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa 

  • 1.2.2011, 10:00 - 16:00, Ketilhúsið, Akureyri

Skipulag er eitt af stóru viðfangsefnum sveitarfélaga og sem getur haft áhrif á efnahag þess og gæði umhverfis til langrar framtíðar. Skipulag er því mikilvægt stjórntæki hvað varðar lífsgæði íbúa og sjálfbæra þróun. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum og skipulagsnefndum bera ábyrgð á ákvörðunum sem teknar eru með skipulagi og framfylgd þeirra ákvarðana. Skipulagsstofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa ákveðið að halda námskeið um ábyrgð og hlutverk kjörinna fulltrúa í skipulagsmálum. Jafnframt verður farið yfir helstu nýmæli nýrra skipulagslaga nr.123/2010 og laga um mannvirki nr. 160/2010.

Staðsetning
Námskeiðið verður haldið í Ketilhúsinu, Akureyri þann 1. febrúar n.k. milli kl. 10 - 16.  

Námskeiðsgjald er kr. 8.000 fyrir fyrsta mann frá sveitarfélagi og kr. 5.000 fyrir alla aðra frá sama sveitarfélagi.
Hádegisverður, kaffi og meðlæti er innifalið í námskeiðsgjaldi.

Hér má nálgast dagskrá námskeiðsins.
Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi mánudaginn 31. janúar.