Liðnir viðburðir

Samráðsfundur 2012

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga 2012

  • 26.4.2012 - 27.4.2012, Hella
 
Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna verður haldinn 26. og 27. apríl 2012 í safnaðarheimili Oddakirkju, Dynskógum 8, Hellu, Rangárþingi ytra.  Hér má sjá endanleg dagskrá.

Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í skipulagsmálum.

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en þeir þurfa að greiða sjálfir fyrir kvöldverð og gistingu.
Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig á skráningarformið hér að neðan sem fyrst.

 

Fundinum verður sjónvarpað yfir netið og má horfa á útsendinguna í gegnum heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga með því að smella á tengilinn http://www.samband.is/um-okkur/bein-utsending

 

Gisting

Þátttakendur þurfa sjálfir að sjá um að panta og greiða gistingu.

Eftirfarandi gisting er í boði:

Mosfell Fosshótel Hellu (1. og 2. manna herbergi), vinsamlega hafið beint samband í gegnum netfang: mosfellehf@simnet.is  

Árhús, netfang: mailto:arhus@arhus.is

Þátttakendur eru hvattir til að panta gistingu sem fyrst. Vinsamlega pantið í gegnum ofangreind netföng og ritið „Vegna Skipulagsstofnunar" í viðfangið (subject).