Liðnir viðburðir

Kynningarfundur um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024

  • 24.10.2012, 13:00 - 15:00, Eyvindarstofa, Blönduósi
Skipulagsstofnun mun halda fund á Blönduósi 24. október í Eyvindarstofu þar sem kynnt verður tillaga að landsskipulagsstefnu 2013 – 2024 sem auglýst hefur verið samkvæmt 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Á kynningarfundunum munu Stefán Thors og Einar Jónsson kynna:

Markmið og áhrif landsskipulagsstefnu og staða í skipulagskerfinu

Ferli landsskipulagsstefnu og samráð

Áherslur ráðherra fyrir gerð landsskipulagsstefnu

Helstu forsendur, sviðsmyndir og afmörkun stefnumótunar

Stefna

     Skipulagsmál á miðhálendi Íslands

     Búsetumynstur og dreifing byggðar

     Skipulag á haf- og strandsvæðum

Umhverfismat landsskipulagsstefnu 2013-2024