Liðnir viðburðir

Issues in SEA – Riki Therivel

  • 23.1.2014, 16:00, Rúgbrauðsgerðin, Borgartúni 6

Fimmtudaginn 23. janúar kl.16 stendur Skipulagsstofnun fyrir opnum fundi um umhverfismat áætlana þar sem Riki Therivel heldur erindi um málefni efst á baugi á sviði umhverfismats áætlana.

Riki Therivel þarf vart að kynna, en hún hefur verið leiðandi í faglegri þróun og umræðu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana um árabil.

Fundurinn verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6.