Liðnir viðburðir

Landsskipulagsstefna, kynning á valkostum og umhverfismati – Hótel Reykjavík Natura

  • 15.8.2014, 14:00 - 18:00, Hótel Reykjavík Natura

Haldinn verður samráðsfundur í tengslum við gerð landsskipulagsstefnu 15. ágúst kl. 14.00 til 17.00 á Hótel Reykjavík Natura. Á fundinum verður kynnt forsenduskýrsla landsskipulagsstefnu og skýrsla um greiningu valkosta og  umhverfismat (umhverfisskýrsla). Nánari dagskrá og tilhögun fundarins verður kynnt síðar.

Um er að ræða tilfærslu á fyrirhuguðum fundartíma en samkvæmt verkáætlun var stefnt að kynningu á forsenduskýrslu, valkostum og umhverfismati í byrjun júní.