Liðnir viðburðir

Umhverfismatsdagurinn 2019

Norræna húsinu, 13. september kl. 13-16

  • 13.9.2019

Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum beinum við sjónum að virkni umhverfismats fyrir samfélagið og umbótum á framkvæmd umhverfismats.

Við fáum framlög frá reyndu sveitarstjórnarfólki um sýn þeirra á það hverju við viljum að umhverfismat skili samfélaginu og hvernig það getur best stutt þær ákvarðanir sem taka þarf um byggðaþróun og landnýtingu á hverjum tíma. Eins verður sagt frá yfirstandandi vinnu við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum og kynntur samanburður á löggjöf okkar og nokkurra nágrannalanda.

Skráning fer fram hér.

Dagskrá

 

  • Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar
    Umhverfismat í viðjum vana og væntinga. Upptaka
  • Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður og formaður starfshóps um endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum
    Aftur að teikniborðinu - Endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Upptaka
  • Aagot Óskarsdóttir, lögfræðingur
    Samanburður á löggjöf nokkurra nágrannaþjóða um mat á umhverfisáhrifum. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var til undirbúnings heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Upptaka
  • Ottó Björgvin Óskarsson, lögfræðingur hjá Skipulagsstofnun
    Hvað má læra af dómum og úrskurðum á sviði umhverfismats? Upptaka
  • Kaffihlé
  • Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði
    Umhverfismat frá sjónarhóli sveitarstjórans. Upptaka
  • Óli Halldórsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Norðurþingi og forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga
    MAT. Upptaka
  • Umræður. Upptaka

 

 

Björn Þór Sigbjörnsson fjölmiðlamaður mun stýra fundi og umræðum.