Morgunfundur um loftslagsmál og skipulag í þéttbýli

Hvernig má ná árangri í loftslagsmálum með skipulagsgerð?

  • 28.1.2020

Skipulagsstofnun stendur, í samvinnu við Loftslagsráð, fyrir morgunfundi um loftslagsmál og skipulag í þéttbýli þriðjudaginn 28. janúar kl. 8.30-10.00.

Fundurinn verður haldinn í Iðnó og verður honum streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar. Húsið opnar kl. 8:00 og hefst dagskrá kl. 8:30. Óskað er eftir skráningum á fundinn hér (ekki er þörf á að skrá sig til að fylgjast með streymi). Dagskrá fundarins er að finna hér að neðan.

Loftslagsmál og skipulag í þéttbýli

Skipulagsáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægur vettvangur til að takast á við loftslagsbreytingar enda hafa þær áhrif á losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda til langrar framtíðar. Í skipulagsáætlunum eru teknar ákvarðanir um fyrirkomulag og þróun byggðar, innviðauppbyggingu og áherslur í samgöngumálum. Fyrirkomulag þessara þátta hefur áhrif á ferðavenjur og getur stutt við fjölbreytta og vistvæna ferðamáta, svo að dæmi séu nefnd. Þá gegna skipulagsáætlanir sveitarfélaga lykilhlutverki við að aðlaga samfélög að veðurfarsbreytingum og öðrum afleiðingum loftslagsbreytinga.

Á fundinum verður fjallað um loftslagsmál í samhengi skipulagsmála og sjónum beint að því hvernig landsskipulagsstefna getur stuðlað að árangri í loftslagsmálum í hinu byggða umhverfi. Landsskipulagsstefna er unnin á grundvelli skipulagslaga og felur í sér stefnu ríkisins í skipulagsmálum og almenn sjónarmið til leiðbeiningar fyrir skipulagsgerð sveitarfélaga. Skipulagsstofnun vinnur nú að tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra að viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem lögð er áhersla á þrjú viðfangsefni, loftslag, landslag og lýðheilsu.

Fundurinn tilheyrir morgunfundaröð Skipulagsstofnunar um landsskipulagsstefnu. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með á www.landsskipulag.is.

Dagskrá

8:00

Húsið opnar - heitt á könnunni

8:30-10:00

Loftslagsmál í landsskipulagsstefnu

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar

Hlutverk og verkefni Loftslagsráðs Glærur

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs

Loftslagsaðgerðir í skipulagi þéttbýlis Glærur

Halldóra Hrólfsdóttir, Alta

Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar Glærur

Hrönn Hrafnsdóttir og Haraldur Sigurðsson, Reykjavíkurborg

Mat á kolefnisspori á skipulagsstigi Glærur

Sigurður Thorlacius, EFLU

Umræður