Morgunfundur um vistvænt skipulag byggðar

  • 30.11.2023, 10:30 - 12:00, Skipulagsstofnun

Vistvænt skipulag byggðar verður til umfjöllunar á morgunfundi sem verður haldinn sameiginlega af Grænni byggð og Skipulagsstofnun, fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi. Viðburðurinn mun standa frá 10.30 til 12.00 í húsakynnum Skipulagsstofnunar við Borgartún 7B. Heitt verður á könnunni og eru öll velkomin.

Vistvænt skipulag er hugtak sem er jafnan notað þegar skipulagsáætlanir hafa það markmið að skapa byggð þar sem mannlíf, lýðheilsa og lífsgæði eru í fyrirrúmi á sama tíma og dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum, meðal annars með tilliti til landnýtingar, almenningssamgangna og virkra ferðamáta, nærþjónustu, ráðstöfun lands eða aðgengis íbúa og gesta að náttúrulegum svæðum, menningu og mannlífi.

Á fundinum taka til máls sérfræðingar með fjölbreytta reynslu og fjalla um vistvænt skipulag úr mismunandi áttum.

Viðburðurinn á facebook.

Dagskrá:

Morgunfundur-nov2023-02-1-