Mál í kynningu


17.2.2010

Auglýsing um skipulag - Sveitarfélagið Hornafjörður

Lambleiksstaðir - svæði fyrir verslun og þjónustu vegna uppbyggingar ferðaþjónustu

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998-2018, skv.1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Breytingin felst, í meginatriðum, í eftirfarandi: Verslunar- og þjónustusvæði tekur við af landbúnaðarsvæði á u.þ.b. 5 ha svæði norðan við Lambleiksstaði.
Breytingartillagan, ásamt greinargerð, verður til sýnis á bæjarskrifstofu Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, á venjulegum opnunartíma, frá og með mánudeginum 15. febrúar 2010, til og með mánudagsins 22. mars 2010. Breytingartillagan, ásamt greinargerð, er einnig til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is

Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til mánudagsins. 29. mars 2010 og skulu þær vera skriflegar. Athugasemdum skal skilað á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Höfn.
Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests, telst henni samþykkur.

F. h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 12. febrúar, 2010.
Haukur Ingi Einarsson framkvæmdastjóritæknisviðs