Rannsóknar- og þróunarsjóður

Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar var settur á laggirnar árið 2011, á grundvelli heimildar sem sett var í skipulagslög árið 2010 um að verja megi fé úr Skipulagssjóði til að styrkja rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði skipulagsmála. 

Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári að undangenginni auglýsingu. Árið 2018 hefur sjóðurinn 7,5 milljónir króna til ráðstöfunar. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 1. september 2018.

Við mat á umsóknum er horft til þess að verkefnin séu líkleg til að skila hagnýtum niðurstöðum fyrir skipulagsyfirvöld og fagaðila við gerð skipulags og umhverfismats. Árið 2018  verður sérstaklega horft til verkefna sem varða loftslagsmál og gæði skipulags og umhverfismats, sem og verkefna sem styðja við framfylgd landsskipulagsstefnu

Umsóknum þarf að skila til Skipulagsstofnunar á þar til gerðu umsóknareyðublaði, í síðasta lagi 1. september 2018 á skipulag@skipulag.is eða bréfleiðis á Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Umsóknareyðublað sem má nálgast hér.

Stefnt er að því að ákvörðun um úthlutun styrkja liggi fyrir í október 2018.

Um skil á lokaskýrslum rannsóknar- og þróunarverkefna

Skila skal lokaskýrslum verkefna sem hlotið hafa styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði til Skipulagsstofnunar, rafrænt (á pdf-formi) á netfangið skipulag@skipulag.is. Í þeim skal geta þess að verkefnið sé styrkt af Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar en ekki skal merkja verkefnisskýrslur með merki Skipulagsstofnunar.  Lokaskýrslur verkefna eru birtar á vef Skipulagsstofnunar.Úthlutanir 


2017


Aðkoma ungmenna að skipulagsmálum er varða umhverfið

Verkefnisstjóri: Pétur Halldórsson formaður félagsins Ungir umhverfissinnar

Tilgangur verkefnisins er annars vegar að kortleggja þekkingu ungmenna á skipulagsmálum og hins vegar að vekja athygli ungmenna á möguleikum þeirra til að hafa áhrif á umhverfismál. Verkefnið felst í að lagðar verða spurningar fyrir 300 framhaldsskólanemendur um allt land, í öllum 30 framhaldsskólum landsins. 


Almenningssamgöngur á landsvísu – hvaða þættir skipta máli, núverandi staða og þróunarmöguleikar

Verkefnisstjóri: Bergþóra Kristinsdóttir fagstjóri hjá EFLU verkfræðistofu

Tilgangur verkefnisins er að kanna hvaða þættir hvetja fólk til að nota almenningssamgöngur á landsbyggðinni ásamt því að kanna núverandi stöðu almenningssamganga og greina vannýtt tækifæri. Fyrst og fremst verður leitast við að svara því hvaða þættir skipta máli varðandi gæði almenningssamgangna á landsbyggðinni. Skilgreindar verða aðgerðir til þess að almenningssamgöngur geti orðið að raunhæfari valkosti fyrir landsbyggðina og stuðlað þannig að vistvænni og fjölbreyttari ferðamátum.


Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öld - Skipulagssaga Íslands

Verkefnisstjóri: Haraldur Sigurðsson sagnfræðingur og skipulagsfræðingur, Crymogea

Um er að ræða lokaáfanga í ritun og útgáfu skipulagssögu Íslands þar sem gefið verður heildaryfirlit yfir sögu skipulagsmála á Íslandi, frá því að skipulagsmál komust á dagskrá til samtímans.


Quest for sustainable Reykjavik Capital Region: lifestyles, attitudes, transport habits, well-being and climate impact of young adults (SuReCaRe)

Verkefnisstjóri: Jukka Heinonen prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands

Verkefninu er ætlað að auka skilning á sjálfbærri byggð, þar sem höfuðborgarsvæðið er skoðað sérstaklega. Í verkefninu verður gögnum um lífsstíl, ferðavenjur, vellíðan og viðhorf  safnað með „SoftGIS“ könnun, þar sem kortlagningu og hefðbundnum könnunum er tvinnað saman. Loftslagsáhrif einstaklinga  verða metin með lífsferilsgreiningu sem tekur tillit til óbeinnar losunar gróðurhúsalofttegunda.


Sjálfbær byggð í dreifbýli - flokkun landbúnaðarlands í átt að sjálfbæru matvælakerfi

Verkefnisstjóri: Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur

Viðfangsefni verkefnisins er að gera tillögu að flokkun landbúnaðarlands í átt að sjálfbæru matvælakerfi. Gerð verður úttekt á erlendum dæmum og viðmiðum um sjálfbært matvælakerfi og sjálfbæran landbúnað. Þá verða tekin viðtöl við fulltrúa haghafa. Í framhaldi af því verður gerð tillaga um hvernig samþætta má skipulag matvælakerfa og skipulag dreifbýlis með tilliti til sjálfbærrar þróunar og samhliða því gerð tillaga að flokkun landbúnaðarlands, sömuleiðis með tilliti til sjálfbærrar þróunar. 


2016

Landslag og þátttaka 

Verkefnisstjóri: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Svæðisbundin skipulagsgerð fyrir haf- og strandsvæði næst landi - Raundæmið Skjálfandi 

Verkefnisstjórar: Óli Halldórsson og Helena E. Ingólfsdóttir, Þekkingarneti Þingeyinga

Víðerni á miðhálendi Íslands - rýnihóparannsókn á viðhorfum almennings 

Verkefnisstjóri: Þorvarður Árnason, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði


2015

Þétting byggðar á Akureyri 

Verkefnisstjóri: Arnþór Tryggvason, AVH ehf.

Þróun verklags við stafrænt skipulag 

Verkefnisstjóri: Árni Geirsson, Alta ehf. 

Ferðaþjónusta í aðalskipulagi – heildstæð stefnumótun sveitarfélaga 

Verkefnisstjóri: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands 

Kjarnasvæði í þéttbýli 

Verkefnisstjóri: Gísli Rafn Guðmundsson, Landslagi ehf. 

Staðsetning búsetusvæða, athafnavirkni og ferðavenjur 

Verkefnisstjóri: Harpa Stefánsdóttir, Norwegian University of Life Sciences 

Evaluating costal vulnerability to sea-level rise of urban areas in Iceland 

Verkefnisstjóri: Nancy J. Guarderas, Háskóla Íslands 

Hlutverk við þéttingu byggðar 

Verkefnisstjóri: Sverrir Bollason, VSÓ Ráðgjöf 


2014

Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu 

Verkefnisstjóri: Auður Magnúsdóttir, VSÓ Ráðgjöf

Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öldinni 

Verkefnisstjóri: Haraldur Sigurðsson

Blágrænar ofanvatnslausnir leiðbeiningar um innleiðingu við íslenskar aðstæður 

Verkefnisstjóri: Heiða Aðalsteinsdóttir, Alta ehf.

Umhverfismat áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. Rýni á aðferðum til að meta áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. 

Verkefnisstjóri: Ólafur Árnason, Eflu verkfræðistofu

Skilgreining á verklagi við mat á umhverfisáhrifum hágæðakerfis almenningssamgangna. 

Verkefnisstjóri: Þorsteinn R. Hermannsson, Mannvit

2013

Landslagsgreining  - staðareinkenni - verkfæri til byggða- og atvinnuþróunar  

Verkefnisstjóri: Auður Sveinsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Megindrættir íslenskrar skipulagslöggjafar - lagarammi og réttarframkvæmd 

Verkefnisstjóri: Aðalheiður Jóhannsdóttir, Háskóla Íslands

Rafræn ferðavenjukönnun  

Verkefnisstjóri: Kristveig Sigurðardóttir, Verkís

Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða: Sterkari staðarsjálfsmynd, staðarandi og ímynd. Aukið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, fyrirtæki, fjárfesta og nýja íbúa  

Verkefnisstjóri: Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Alta ehf.

2012

Ásýnd bæja 

Verkefnisstjóri: Kristín Þorleifsdóttir, Vist og veru

Landsskipulagsstefna, mótun og þróun  

Verkefnisstjóri: Eva Dís Þórðardóttir, Háskólanum í Reykjavík

Skilgreining á ræktanlegu landi  

Verkefnisstjóri: Brynja Guðmundsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Skilvirkni og aðgengileiki mats á umhverfisáhrifum 

Verkefnisstjóri: Óli Halldórsson, Þekkingarneti Þingeyinga

Skipulag húsnæðismála  

Verkefnisstjóri: Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

2011

Flokkun og skilgreining landbúnaðarlands  

Sigurður Jens Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík

Innleiðing stafræns skipulags á Íslandi  

Árni Geirsson, Alta    

Landbúnaðarland i skipulagsáætlunum  

Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða  

Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssambandi Vestfjarða