Rannsóknar- og þróunarsjóður

Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar var settur á laggirnar árið 2011. Hlutverk hans er að styrkja hagnýt rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði skipulagsmála og umhverfismats.

Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári að undangenginni auglýsingu. Árið 2016 hafði sjóðurinn 7 milljónir króna til ráðstöfunar og hefur úthlutun farið fram.  

Við mat á umsóknum er horft til þess að verkefnin séu líkleg til að skila hagnýtum niðurstöðum fyrir skipulagsyfirvöld og fagaðila við gerð skipulags og umhverfismats. Ákveðnar áherslur eru settar við hverja úthlutun úr sjóðnum og í ár var sérstaklega horft til verkefna sem eru til þess fallin að styðja við framfylgd landsskipulagsstefnu.

Úthlutanir 

2016


Landslag og þátttaka 

Verkefnisstjóri: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Megin tilgangur verkefnisins er að stuðla að aukinni þátttöku almennings í ákvörðunum er varða umhverfis- og skipulagsmál með landslag og gildi þess í forgrunni. Verkefnið felst í því að þverfaglegur hópur rannsakenda vinnur, ásamt staðkunnugum á tilteknu rannsóknarsvæði, að því að draga upp mynd af gildi og merkingu landslags á svæðinu 


Svæðisbundin skipulagsgerð fyrir haf- og strandsvæði næst landi - Raundæmið Skjálfandi 

Verkefnisstjórar: Óli Halldórsson og Helena E. Ingólfsdóttir, Þekkingarneti Þingeyinga

Verkefnið felst í að þróa aðferð fyrir sveitarfélög/ríki til að móta skipulag fyrir haf- og strandsvæði. Skjálfandaflói verður tekinn fyrir sem raundæmi og verða m.a. myndaðir rýnihópar hagsmunaaðila til að varpa ljósi á möguleg álitamál sem geta komið upp við skipulag á haf- og strandsvæðum.


Víðerni á miðhálendi Íslands - rýnihóparannsókn á viðhorfum almennings 

Verkefnisstjóri: Þorvarður Árnason, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði

Verkefnið felst í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu tveggja paraðra rýnihópaviðtala um viðhorf íslensks almennings til víðerna á miðhálendinu. Markmið þess er að skýra mat almennings á einkennum og verðmæti víðerna, viðhorf hans til mannvirkjagerðar af ólíkum toga á hálendinu og hugmyndir um æskilegar aðgerðir til víðernisverndunar.


2015

Þétting byggðar á Akureyri 

Verkefnisstjóri: Arnþór Tryggvason, AVH ehf.

Þróun verklags við stafrænt skipulag 

Verkefnisstjóri: Árni Geirsson, Alta ehf. 

Ferðaþjónusta í aðalskipulagi – heildstæð stefnumótun sveitarfélaga 

Verkefnisstjóri: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands 

Kjarnasvæði í þéttbýli 

Verkefnisstjóri: Gísli Rafn Guðmundsson, Landslagi ehf. 

Staðsetning búsetusvæða, athafnavirkni og ferðavenjur 

Verkefnisstjóri: Harpa Stefánsdóttir, Norwegian University of Life Sciences 

Evaluating costal vulnerability to sea-level rise of urban areas in Iceland 

Verkefnisstjóri: Nancy J. Guarderas, Háskóla Íslands 

Hlutverk við þéttingu byggðar 

Verkefnisstjóri: Sverrir Bollason, VSÓ Ráðgjöf 


2014

Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu 

Verkefnisstjóri: Auður Magnúsdóttir, VSÓ Ráðgjöf

Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öldinni 

Verkefnisstjóri: Haraldur Sigurðsson

Blágrænar ofanvatnslausnir leiðbeiningar um innleiðingu við íslenskar aðstæður 

Verkefnisstjóri: Heiða Aðalsteinsdóttir, Alta ehf.

Umhverfismat áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. Rýni á aðferðum til að meta áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. 

Verkefnisstjóri: Ólafur Árnason, Eflu verkfræðistofu

Skilgreining á verklagi við mat á umhverfisáhrifum hágæðakerfis almenningssamgangna. 

Verkefnisstjóri: Þorsteinn R. Hermannsson, Mannvit

2013

Landslagsgreining  - staðareinkenni - verkfæri til byggða- og atvinnuþróunar  

Verkefnisstjóri: Auður Sveinsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Megindrættir íslenskrar skipulagslöggjafar - lagarammi og réttarframkvæmd 

Verkefnisstjóri: Aðalheiður Jóhannsdóttir, Háskóla Íslands

Rafræn ferðavenjukönnun  

Verkefnisstjóri: Kristveig Sigurðardóttir, Verkís

Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða: Sterkari staðarsjálfsmynd, staðarandi og ímynd. Aukið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, fyrirtæki, fjárfesta og nýja íbúa  

Verkefnisstjóri: Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Alta ehf.

2012

Ásýnd bæja 

Verkefnisstjóri: Kristín Þorleifsdóttir, Vist og veru

Landsskipulagsstefna, mótun og þróun  

Verkefnisstjóri: Eva Dís Þórðardóttir, Háskólanum í Reykjavík

Skilgreining á ræktanlegu landi  

Verkefnisstjóri: Brynja Guðmundsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Skilvirkni og aðgengileiki mats á umhverfisáhrifum 

Verkefnisstjóri: Óli Halldórsson, Þekkingarneti Þingeyinga

Skipulag húsnæðismála  

Verkefnisstjóri: Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

2011

Flokkun og skilgreining landbúnaðarlands  

Sigurður Jens Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík

Innleiðing stafræns skipulags á Íslandi  

Árni Geirsson, Alta    

Landbúnaðarland i skipulagsáætlunum  

Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða  

Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssambandi Vestfjarða