Rannsóknar- og þróunarsjóður

Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar var settur á laggirnar árið 2011, á grundvelli heimildar sem sett var í skipulagslög árið 2010 um að verja megi fé úr Skipulagssjóði til að styrkja rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði skipulagsmála. 

Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári að undangenginni auglýsingu. Árið 2018 hafði sjóðurinn 7,5 milljónir króna til ráðstöfunar. 

Við mat á umsóknum er horft til þess að verkefnin séu líkleg til að skila hagnýtum niðurstöðum fyrir skipulagsyfirvöld og fagaðila við gerð skipulags og umhverfismats. Árið 2018 var sérstaklega horft til verkefna sem varða loftslagsmál og gæði skipulags og umhverfismats, sem og verkefna sem styðja við framfylgd landsskipulagsstefnu


Umsóknareyðublað sem má nálgast hér.

Um skil á lokaskýrslum rannsóknar- og þróunarverkefna

Skila skal lokaskýrslum verkefna sem hlotið hafa styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði til Skipulagsstofnunar, rafrænt (á pdf-formi) á netfangið skipulag@skipulag.is. Í þeim skal geta þess að verkefnið sé styrkt af Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar en ekki skal merkja verkefnisskýrslur með merki Skipulagsstofnunar.  Lokaskýrslur verkefna eru birtar á vef Skipulagsstofnunar.Úthlutanir 

2018

Íslensk þýðing og útgáfa bókarinnar Mannlíf milli húsa eftir danska arkitektinn Jan Gehl

Verkefnisstjóri: Anna María Bogadóttir, arkitekt

Íslensk þýðing og útgáfa bókarinnar Livet mellem husene eftir Jan Gehl sem  ber titilinn Mannlíf milli húsa í íslenskri þýðingu. Bókin sem er frá 1971 er ennþá talin lykilrit í arkitektúr, skipulagi og borgarfræðum.


Sustainable development of Kvosin - 101 Reykjavík: The potential impact of shared spaces on community and tourism

Verkefnisstjórar: Birgir Jóhannsson, arkitekt og Astrid Lelarge, sagnfræðingur.

Tilgangur verkefnisins er að skoða möguleika á þróun samrýma í Kvosinni og meta hvaða áhrif það hefði á nærsamfélagið og ferðamennsku. Verkefninu er einnig ætlað að gagnast sem verkfæri sem yfirvöld geta nýtt sér í skipulagsgerð.


Eftirspurn bíla- og hjólastæða á höfuðborgarsvæðinu

Verkefnisstjóri: Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá EFLU.

Tilgangur verkefnisins er að meta eftirspurn eftir bíla- og hjólastæðum við mismunandi landnotkun á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að niðurstöður verkefnisins muni nýtast sveitarfélögum og þeim sem vinna við skipulag að ákvarða nauðsynlegan fjölda bíla- og hjólastæða.


Mat á kolefnisspori á skipulagsstigi – skref í átt að kolefnishlutleysi

Verkefnisstjóri: Helga J. Bjarnadóttir, efna- og umhverfisverkfræðingur og sviðsstjóri Umhverfissviðs hjá EFLU

Tilgangur verkefnisins er að skoða hvernig hægt er að meta kolefnisspor strax á skipulagsstigi og í kjölfarið setja kröfur í skilmála um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda frá byggð, landnotkun og samgöngum og aukna bindingu í gróðri


Verslun og skipulag

Verkefnisstjóri: Sverrir Bollason, skipulagsverkfræðingur hjá VSÓ

Tilgangur verkefnisins er að öðlast betri skilning á samspili dagvöruverslunar í þéttbýli og skipulagsmála sem stýra þróun verslunarinnar. Rannsóknir á samspili verslunar og skipulags veitir  innsýn inn í hvaða þættir hafa áhrif á lífvænleika verslunarinnar. Slík rannsókn gæti einnig hjálpað fasteignaeigendum og rekstraraðilum verslunar að velja lífvænlega staði og þróa líflega kjarna, hvort sem er á hverfis- eða borgarvísu.

 


2017

Aðkoma ungmenna aðskipulagsmálum er varða umhverfið

Verkefnisstjóri: Pétur Halldórsson formaður félagsins Ungir umhverfissinnar 

Almenningssamgöngur á landsvísu – hvaða þættir skipta máli, núverandi staða og þróunarmöguleikar

Verkefnisstjóri: Bergþóra Kristinsdóttir fagstjóri hjá EFLU verkfræðistofu

Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öld - Skipulagssaga Íslands

Verkefnisstjóri: Haraldur Sigurðsson sagnfræðingur og skipulagsfræðingur, Crymogea

Quest for sustainable Reykjavik Capital Region: lifestyles, attitudes, transport habits, well-being and climate impact of young adults (SuReCaRe)

Verkefnisstjóri: Jukka Heinonen prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands

Sjálfbær byggð í dreifbýli - flokkun landbúnaðarlands í átt að sjálfbæru matvælakerfi

Verkefnisstjóri: Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur


2016

Landslag og þátttaka 

Verkefnisstjóri: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Svæðisbundin skipulagsgerð fyrir haf- og strandsvæði næst landi - Raundæmið Skjálfandi 

Verkefnisstjórar: Óli Halldórsson og Helena E. Ingólfsdóttir, Þekkingarneti Þingeyinga

Víðerni á miðhálendi Íslands - rýnihóparannsókn á viðhorfum almennings 

Verkefnisstjóri: Þorvarður Árnason, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði


2015

Þétting byggðar á Akureyri 

Verkefnisstjóri: Arnþór Tryggvason, AVH ehf.

Þróun verklags við stafrænt skipulag 

Verkefnisstjóri: Árni Geirsson, Alta ehf. 

Ferðaþjónusta í aðalskipulagi – heildstæð stefnumótun sveitarfélaga 

Verkefnisstjóri: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands 

Kjarnasvæði í þéttbýli 

Verkefnisstjóri: Gísli Rafn Guðmundsson, Landslagi ehf. 

Staðsetning búsetusvæða, athafnavirkni og ferðavenjur 

Verkefnisstjóri: Harpa Stefánsdóttir, Norwegian University of Life Sciences 

Evaluating costal vulnerability to sea-level rise of urban areas in Iceland 

Verkefnisstjóri: Nancy J. Guarderas, Háskóla Íslands 

Hlutverk við þéttingu byggðar 

Verkefnisstjóri: Sverrir Bollason, VSÓ Ráðgjöf 


2014

Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu 

Verkefnisstjóri: Auður Magnúsdóttir, VSÓ Ráðgjöf

Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öldinni 

Verkefnisstjóri: Haraldur Sigurðsson

Blágrænar ofanvatnslausnir leiðbeiningar um innleiðingu við íslenskar aðstæður 

Verkefnisstjóri: Heiða Aðalsteinsdóttir, Alta ehf.

Umhverfismat áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. Rýni á aðferðum til að meta áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. 

Verkefnisstjóri: Ólafur Árnason, Eflu verkfræðistofu

Skilgreining á verklagi við mat á umhverfisáhrifum hágæðakerfis almenningssamgangna. 

Verkefnisstjóri: Þorsteinn R. Hermannsson, Mannvit

2013

Landslagsgreining  - staðareinkenni - verkfæri til byggða- og atvinnuþróunar  

Verkefnisstjóri: Auður Sveinsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Megindrættir íslenskrar skipulagslöggjafar - lagarammi og réttarframkvæmd 

Verkefnisstjóri: Aðalheiður Jóhannsdóttir, Háskóla Íslands

Rafræn ferðavenjukönnun  

Verkefnisstjóri: Kristveig Sigurðardóttir, Verkís

Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða: Sterkari staðarsjálfsmynd, staðarandi og ímynd. Aukið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, fyrirtæki, fjárfesta og nýja íbúa  

Verkefnisstjóri: Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Alta ehf.

2012

Ásýnd bæja 

Verkefnisstjóri: Kristín Þorleifsdóttir, Vist og veru

Landsskipulagsstefna, mótun og þróun  

Verkefnisstjóri: Eva Dís Þórðardóttir, Háskólanum í Reykjavík

Skilgreining á ræktanlegu landi  

Verkefnisstjóri: Brynja Guðmundsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Skilvirkni og aðgengileiki mats á umhverfisáhrifum 

Verkefnisstjóri: Óli Halldórsson, Þekkingarneti Þingeyinga

Skipulag húsnæðismála  

Verkefnisstjóri: Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

2011

Flokkun og skilgreining landbúnaðarlands  

Sigurður Jens Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík

Innleiðing stafræns skipulags á Íslandi  

Árni Geirsson, Alta    

Landbúnaðarland i skipulagsáætlunum  

Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða  

Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssambandi Vestfjarða