Rannsóknar- og þróunarsjóður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar árið 2017.

Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar var settur á laggirnar árið 2011, á grundvelli heimildar sem sett var í skipulagslög árið 2010 um að verja megi fé úr Skipulagssjóði til að styrkja rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði skipulagsmála. Í ár hefur sjóðurinn 7 milljónir króna til ráðstöfunar.

Við mat á umsóknum er horft til þess að verkefnin séu líkleg til að skila hagnýtum niðurstöðum fyrir skipulagsyfirvöld og fagaðila við gerð skipulags og umhverfismats. Við úthlutun úr sjóðnum í ár verður sérstaklega horft til verkefna sem eru til þess fallin að styðja við framfylgd landsskipulagsstefnu.

Umsóknum þarf að skila til Skipulagsstofnunar á þar til gerðu umsóknareyðublaði, í síðasta lagi 1. september 2017 á skipulag@skipulag.is eða bréfleiðis á Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Umsóknareyðublað sem má nálgast hér.

Stefnt er að því að úthlutun styrkja liggi fyrir í október 2017.


Úthlutanir 

2016


Landslag og þátttaka 

Verkefnisstjóri: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Megin tilgangur verkefnisins er að stuðla að aukinni þátttöku almennings í ákvörðunum er varða umhverfis- og skipulagsmál með landslag og gildi þess í forgrunni. Verkefnið felst í því að þverfaglegur hópur rannsakenda vinnur, ásamt staðkunnugum á tilteknu rannsóknarsvæði, að því að draga upp mynd af gildi og merkingu landslags á svæðinu 


Svæðisbundin skipulagsgerð fyrir haf- og strandsvæði næst landi - Raundæmið Skjálfandi 

Verkefnisstjórar: Óli Halldórsson og Helena E. Ingólfsdóttir, Þekkingarneti Þingeyinga

Verkefnið felst í að þróa aðferð fyrir sveitarfélög/ríki til að móta skipulag fyrir haf- og strandsvæði. Skjálfandaflói verður tekinn fyrir sem raundæmi og verða m.a. myndaðir rýnihópar hagsmunaaðila til að varpa ljósi á möguleg álitamál sem geta komið upp við skipulag á haf- og strandsvæðum.


Víðerni á miðhálendi Íslands - rýnihóparannsókn á viðhorfum almennings 

Verkefnisstjóri: Þorvarður Árnason, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði

Verkefnið felst í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu tveggja paraðra rýnihópaviðtala um viðhorf íslensks almennings til víðerna á miðhálendinu. Markmið þess er að skýra mat almennings á einkennum og verðmæti víðerna, viðhorf hans til mannvirkjagerðar af ólíkum toga á hálendinu og hugmyndir um æskilegar aðgerðir til víðernisverndunar.


2015

Þétting byggðar á Akureyri 

Verkefnisstjóri: Arnþór Tryggvason, AVH ehf.

Þróun verklags við stafrænt skipulag 

Verkefnisstjóri: Árni Geirsson, Alta ehf. 

Ferðaþjónusta í aðalskipulagi – heildstæð stefnumótun sveitarfélaga 

Verkefnisstjóri: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands 

Kjarnasvæði í þéttbýli 

Verkefnisstjóri: Gísli Rafn Guðmundsson, Landslagi ehf. 

Staðsetning búsetusvæða, athafnavirkni og ferðavenjur 

Verkefnisstjóri: Harpa Stefánsdóttir, Norwegian University of Life Sciences 

Evaluating costal vulnerability to sea-level rise of urban areas in Iceland 

Verkefnisstjóri: Nancy J. Guarderas, Háskóla Íslands 

Hlutverk við þéttingu byggðar 

Verkefnisstjóri: Sverrir Bollason, VSÓ Ráðgjöf 


2014

Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu 

Verkefnisstjóri: Auður Magnúsdóttir, VSÓ Ráðgjöf

Bæjarskipulag og mótun umhverfis á Íslandi á 20. öldinni 

Verkefnisstjóri: Haraldur Sigurðsson

Blágrænar ofanvatnslausnir leiðbeiningar um innleiðingu við íslenskar aðstæður 

Verkefnisstjóri: Heiða Aðalsteinsdóttir, Alta ehf.

Umhverfismat áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. Rýni á aðferðum til að meta áhrif framkvæmda og áætlana á samfélag. 

Verkefnisstjóri: Ólafur Árnason, Eflu verkfræðistofu

Skilgreining á verklagi við mat á umhverfisáhrifum hágæðakerfis almenningssamgangna. 

Verkefnisstjóri: Þorsteinn R. Hermannsson, Mannvit

2013

Landslagsgreining  - staðareinkenni - verkfæri til byggða- og atvinnuþróunar  

Verkefnisstjóri: Auður Sveinsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Megindrættir íslenskrar skipulagslöggjafar - lagarammi og réttarframkvæmd 

Verkefnisstjóri: Aðalheiður Jóhannsdóttir, Háskóla Íslands

Rafræn ferðavenjukönnun  

Verkefnisstjóri: Kristveig Sigurðardóttir, Verkís

Stefnumótandi skipulagsgerð og mörkun svæða: Sterkari staðarsjálfsmynd, staðarandi og ímynd. Aukið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, fyrirtæki, fjárfesta og nýja íbúa  

Verkefnisstjóri: Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Alta ehf.

2012

Ásýnd bæja 

Verkefnisstjóri: Kristín Þorleifsdóttir, Vist og veru

Landsskipulagsstefna, mótun og þróun  

Verkefnisstjóri: Eva Dís Þórðardóttir, Háskólanum í Reykjavík

Skilgreining á ræktanlegu landi  

Verkefnisstjóri: Brynja Guðmundsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands

Skilvirkni og aðgengileiki mats á umhverfisáhrifum 

Verkefnisstjóri: Óli Halldórsson, Þekkingarneti Þingeyinga

Skipulag húsnæðismála  

Verkefnisstjóri: Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

2011

Flokkun og skilgreining landbúnaðarlands  

Sigurður Jens Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík

Innleiðing stafræns skipulags á Íslandi  

Árni Geirsson, Alta    

Landbúnaðarland i skipulagsáætlunum  

Salvör Jónsdóttir, Háskólanum í Reykjavík

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða  

Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssambandi Vestfjarða