Stefna og áherslur

Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi.

Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um mat á umhverfisáhrifum og laga um umhverfismat áætlana.

Framtíðarsýn

Skipulagsstofnun er framsækin þekkingar- og stjórnsýslustofnun sem stendur jafnfætis leiðandi systurstofnunum í nágrannalöndum.

Gildi

Gildi Skipulagsstofnunar er sjálfbærni.

Gildi Skipulagsstofnunar
Til að efla sjálfbærni í starfi okkar leggjum við áherslu á:

  • Góðan starfsanda, virðingu í samskiptum og að starfa sem samstíga heild
  • Skapandi nálgun, skilvirkt verklag og faglega þróun
  • Að starfshættir okkar og rekstur einkennist af umhverfisvitund og vistvænum lausnum
  • Samráð við skipulagsgerð og umhverfismat
  • Að skipulag stuðli að vönduðu byggðu umhverfi og lífsgæðum
  • Langtímasýn og virðingu fyrir náttúru og samfélagi