Skipurit

Skipulagsstofnun skiptist í fjögur kjarnasvið og tvö stoðsvið


Skipurit

Svið stefnumótunar og þróunar

Meðal helstu verkefna sviðsins er gerð landsskipulagsstefnu auk þróunar upplýsinga-, gagna- og gæðamála stofnunarinnar. Stórt verkefni sem fellur þar undir á næstu misserum er að leiða vinnu við þróun og innleiðingu stafræns skipulags. Sviðsstjóri er Hrafnhildur Bragadóttir.

Svið aðalskipulags

Meðal helstu verkefna sviðsins eru leiðbeiningar til sveitarfélaga um gerð aðal- og svæðisskipulags og umhverfismat þess og afgreiðsla aðal- og svæðisskipulagstillagna. Sviðsstjóri er Hafdís Hafliðadóttir.

Svið deiliskipulags

Meðal helstu verkefna sviðsins eru leiðbeiningar til sveitarfélaga um gerð deiliskipulags og umhverfismat þess og afgreiðsla deiliskipulagstillagna. Einnig leiðbeiningar tengdar framkvæmdaleyfum. Sviðsstjóri er Málfríður K. Kristiansen.

Svið umhverfismats

Meðal helstu verkefna sviðsins er mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana. Það varðar leiðbeiningar um þessi efni, sem og  afgreiðslu þeirra framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum og þeirra áætlana, annarra en skipulagsáætlana sveitarfélaga, sem háðar eru umhverfismati. Sviðsstjóri er Jakob Gunnarsson.

Lögfræðingur

Lögfræðingur stofnunarinnar sinnir innri og ytri ráðgjöf um lögfræðileg atriði sem varða verkefni stofnunarinnar. Ottó Björgvin Óskarsson er lögfræðingur Skipulagsstofnunar.

Teymi rekstrar og þjónustu

Meðal helstu verkefna eru móttaka viðskiptavina, skjalaskráning og skjalavarsla, starfsmannahald og fjármál. Teymisstjóri er Sigrún Eysteinsdóttir.

Forstjóri 

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir er forstjóri Skipulagsstofnunar. Staðgengill forstjóra er Hafdís Hafliðadóttir.