Mál í kynningu


21.6.2012

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar í Hrunamannahreppi (Miðfell 3) og Biskupstungnahreppi (Heiði)

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi:

Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 á spildu úr landi Miðfells 3. Nýtt svæði fyrir verslun- og þjónustu.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 fyrir spildu úr landi Miðfells 3. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu á svæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði. Á þessari spildu er fyrirhugað að reisa gistiheimili/hótel. Aðkoma að svæðinu verður um land Dalbæjar 3. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Heiðar við fossinn Faxa í Bláskógabyggð.
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Heiðar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun- og þjónustu á svæðinu milli þjóðvegar og fossins Faxa. Á svæðinu er þegar til staðar tjaldsvæði en vegna mikillar aukningar ferðamanna undanfarin misseri er fyrirhugað að auka þjónustustig svæðisins m.a. með byggingu veitingasölu.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Tillögurnar verða einnig aðgengilegur á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga fram til 1. júlí 2012 og til sýnis á auglýsingartíma hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar sjálfar á http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/. Skipulagstillögurnar eru í kynningu frá 21. júní til 3. ágúst 2012. Athugasemdir við breytingartillögurnar þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 3. ágúst 2012. Athugasemdir skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson
skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.