Mál í kynningu


29.11.2012

Auglýsing um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Giljahverfi/Borgarbraut ásamt tveimur deiliskipulagstillögum

Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur m.a. í sér að íbúðarsvæði nr. 1.42.1 Íb og svæði fyrir þjónustustofnanir nr. 1.42.2 S stækka. Ný götutenging inná íbúðarsvæðið verður frá Borgarbraut.
  • Tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur m.a. í sér stækkun á lóð Giljaskóla og nýja íbúðarlóð vestan skólans með aðkomu frá nýju hringtorgi á gatnamótum Borgarbrautar og Bugðusíðu.
  • Tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgarbrautar - Vestursíðu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur m.a. í sér að lóð Vestursíðu 8 minnkar og afmörkun svæðisins verður samræmd deiliskipulagsmörkum Giljahverfis.

Tillögurnar falla undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgja þeim umhverfisskýrslur. Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og umhverfisskýrslum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun, frá 28. nóvember 2012 til 9. janúar 2013 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is/skipulagsdeild undir: Auglýstar tillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 9. janúar 2013 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagsdeild@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan þessa frests telst vera þeim samþykkur.

28. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar