Mál í kynningu


15.3.2018

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýju deiliskipulagi fyrir Ásvallabraut, tenging Valla og Ásland

Athugasemdafrestur er til 25. apríl 2018

Bæjarstjórn hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýju deiliskipulagi fyrir Ásvallabraut, tenging Valla og Ásland. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felur í sér að í stað tveggja tengibrauta sunnan núverandi byggðar verði ein braut, Ásvallabraut og lega hennar breytist þannig að hún tengist Kaldárselsvegi og Elliðavatnsvegi með hringtorgi neðan Hlíðarþúfna en tenging við Ásland 3 verði felld út. Lega Kaldárselsvegar breytist lítillega sem og tenging hans við Mosahlíð.
Tillögurnar eru til sýnis til 25. apríl 2018 í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að  Norðurhellu 2, á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is og hjá Skipulagsstofnun.

Athugasemdir þurfa að berast til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar eða á netfangið berglindg@hafnarfjordur.is eigi síðar en 25. apríl 2018.