Fréttir


24.8.2023

Breyting á reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Þann 19. júlí síðastliðinn tóku gildi breytingar á reglugerð um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1381/2023. Ein breytingin snýr að 2. gr. reglugerðarinnar sem fjallar um kynningarmál vegna framkvæmda og áætlana, en þau taka nokkrum breytingum eftir opnun Skipulagsgáttar.

Með breytingunni á að birta í Skipulagsgátt gögn til kynningar og samráðs og álit og ákvarðanir um umhverfismat framkvæmda og áætlana og framkvæmdaleyfi. Jafnframt á að skila inn og birta umsagnir umsagnaraðila og almennings um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þetta þýðir að almenningur sem og hagsmunaaðilar geta nálgast allt ofantalið í Skipulagsgátt.

Skipulagsgátt er gagna- og samráðsgátt um skipulagsmál, leyfisveitingar og umhverfismat og er einn liður í stefnumörkun stjórnvalda um eflingu rafrænnar stjórnsýslu og stafrænnar þjónustu. Rétt er að minnast á að aðgangur að Skipulagsgátt er öllum opinn og er án endurgjalds.

Skoða má breytinguna í heild sinni hér.

Aðgangur að Skipulagsgátt er hér.