Fréttir


9.7.2010

Endurskoðun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum

Athugasemdir og ábendingar

Kynningartími til 24. september 2010

Skipulagssstofnun bendir á eftirfarandi frétt:

Framkvæmdastjórn ESB kynnti 28. júní sl. áform sín um að hefja endurskoðun Dir. 85/337/EEC um mat á umhverfisáhrifum. Leitað er til allra sem vilja koma að athugasemdum og ábendingum um lykilatriði tilskipunarinnar, s.s. matsáætlanir, hvernig framkvæmd matsins hafi gengið, samhæfingu milli landa, erfiðleika við mat á áhrifum yfir landamæri, hlutverk umhverfisyfirvalda og hvernig tengslin við t.d. loftslagsbreytingar og líffræðilegan fjölbreytileika hefðu þróast. Öllum er heimilt að skila athugasemdum og ábendingum eigi síðar en 24. sept. n.k. og eftir það fer vinnan í gang hjá framkvæmdastjórninni.

Skipulagsstofnun hvetur til þess að almenningur, félagasamtök og aðrir sem koma að mati á umhverfisáhrifum sendi inn athugasemdir og ábendingar.

Sjá nánar:

http://ec.europa.eu/environment/consultations/eia.htm