Fréttir


  • Lógó Skipulagsstofnunar

5.8.2016

Sérfræðingur í umhverfismati

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2016

Skipulagsstofnun leitar að sérfræðingi á sviði umhverfismats sem er eitt fjögurra fagsviða á Skipulagsstofnun. Meðal helstu verkefna þess er mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana. Það varðar leiðbeiningar og afgreiðslu framkvæmda sem fallaundir lög um mat á umhverfi sáhrifum og áætlana sem háðar eru umhverfismati.

Starfssvið

Leiðbeiningar og afgreiðsla mats á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismats áætlana. Ráðgjöf og samskipti við framkvæmdaraðila, forsvarsaðila áætlanagerðar, ráðgjafa og almenning. Þátttaka í verkefnisteymum svo sem um framfylgd landsskipulagsstefnu, gerð leiðbeininga og þróun verklags. 


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistaragráða á sviði umhverfismats, svo sem sérmenntun í umhverfismati, umhverfisfræði, skipulagsfræði eða verkfræði.
  • Reynsla af vinnu við umhverfismat æskileg, sérstaklega tengt áhrifum á samfélag.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg.
  • Færni í mannlegum samskiptum.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
  • Frumkvæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Allar nánari upplýsingar og umsókn er að finna á capacent.is/rs/3418