Fréttir


  • Stefna um íbúðarbyggð

16.8.2017

Staðfest breyting á stefnu um íbúðarbyggð í aðalskipulagi Reykjavíkur

Skipulagsstofnun staðfesti þann 15. ágúst 2017 breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, sem samþykkt var í borgarráði 15. júní 2017.

 Með breytingunni er svigrúm aukið til að byggja smærri íbúðir og með því er íbúðum fjölgað.  Gerð er breyting á mynd 13 (Íbúðarsvæði og blönduð byggð 2010-2030) og afmörkun þeirra reita sem breytingin tekur til og tilgreindir eru í breytingunni. Auk þess verður til nýr þéttingarreitur 59 við Suðurgötu og reitur 29 við Köllunarklett er felldur niður. Samhliða er gerð breyting á  skilgreiningu landnotkunarinnar samfélagsþjónusta (S) á bls. 205 í staðfestri greinargerð þess efnis að mögulegt sé að gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði á tilteknum svæðum fyrir samfélagsþjónustu.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar hún hefur öðlast gildi.