Fréttir


14.5.2018

Staðfesting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Skipulagsstofnun staðfesti 11. maí 2018 Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar 6. mars 2018.

Nýja aðalskipulagið tekur til alls lands innan stjórnsýslumarka sveitarfélagsins og með gildistöku þess fellur úr gildi Aðalskipulag Akureyrar 2015-2018, Aðalskipulag Grímseyjarhrepps 1996-2016 og Aðalskipulag Hríseyjar 1988-2008 ásamt breytingum sem gerðar hafa verið á þeim.

Málsmeðferð var samkvæmt 30. - 32. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagið á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.