Fréttir


30.5.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna þéttingar íbúðarbyggðar ÍB23 sunnan Síðubrautar

Skipulagsstofnun staðfesti, 25. maí 2022, breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 10. maí 2022.

Í breytingunni felst þétting byggðar og fjölgun íbúða í íbúðarbyggð ÍB23 sunnan Síðubrautar á Akureyri ásamt minni háttar breytingum á aðveitulögn, útivistarleið og afmörkun ÍB23. Þá er Síðubraut framlengd um 300 m.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.