Fréttir


  • Einisholt-1-br-ask

22.12.2022

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna verslunar- og þjónustusvæðis að Einiholti 1

Skipulagsstofnun staðfesti 22. desember 2022 breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 sem samþykkt var í sveitarstjórn 11. nóvember 2022

Í breytingunni felst að svæði VÞ14 fyrir verslun- og þjónustu í landi Einiholts 1 er stækkað um 7 ha og verður 14 ha eftir breytingu og tekur til lands Einiholts og Mels. Markmið breytingar er að auka heimildir til ferðaþjónustu.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.