Fréttir


11.7.2023

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps vegna iðnaðarsvæðis á Borg

Skipulagsstofnun staðfesti 11. júlí 2023 breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. mars 2023.

Í breytingunni felst að iðnaðarsvæði I15 á Borg minnkar um 0,4 ha og svæði I14 er fært til innan íbúðarbyggðar ÍB2 sem stækkar lítillega vegna breytinganna.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.