Fréttir


  • NLFI, Hveragerði

11.6.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hveragerðis vegna stækkunar stofnanasvæðis við NLFÍ og nýrrar íbúðarbyggðar

Skipulagsstofnun staðfesti 10. júní 2021 breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðis 2017-2029 sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. maí 2021.

Í breytingunni felst að verslunar- og þjónustusvæði VÞ6 fellur út. Á hluta þess er skilgreint nýtt 2,8 ha svæði fyrir íbúðarbyggð ÍB14 fyrir allt að 30 íb/ha í 2 hæða fjölbýlishúsum. Stofnanasvæði S8 er stækkað til austurs að nýju íbúðarbyggðinni.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.