Fréttir


  • Jarlsstaðir

15.2.2021

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna frístundasvæðis F74 í landi Jarlsstaða

Skipulagsstofnun staðfesti 10. febrúar 2021 breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. janúar 2021.

Í breytingunni felst að afmörkun 50 ha frístundasvæðis F74 í landi Jarlsstaða er breytt, svæðið stækkar til norðvesturs en austasti hluti þess fellur út. Gert er ráð fyrir nýrri aðkomuleið að svæðinu.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.