Fréttir


  • Jökulsárlón

25.5.2020

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna afþreyingar- og ferðamannasvæðis við Jökulsárlón

Skipulagsstofnun staðfesti, 22. maí 2020, breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. janúar 2020.

Í breytingunni felst að afþreyingar- og ferðamannasvæði AF16 austan Jökulsár á Breiðamerkursandi stækkar úr 25 í 45 ha og skilmálum þess er breytt. Legu Hringvegar 1 og háspennulínu við Jökulsá er breytt og mörk Vatnajökulsþjóðgarðs uppfærð.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.