Fréttir


3.7.2018

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Tálknafjarðar, ofanflóðavarnir og hafnarsvæði

Skipulagsstofnun staðfesti þann 2. júlí 2018 breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018, sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. apríl 2018

Breytingin felst í því að óbyggðum svæðum innan þéttbýlisins á Tálknafirði er breytt í opin svæði til sérstakra nota (Ú12) til útivistar og ofanflóðavarna. Hafnarsvæðið er stækkað um 2 ha til austurs, að hluta á nýrri landfyllingu og gert ráð fyrir nýrri vegtengingu. Einnig er gerð breyting á afmörkun þéttbýlisins á Tálknafirði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.