Fréttir


  • Afgreiðsla Skipulagsstofnunar Borgartúni 7b

21.5.2021

Störf við skipulag og umhverfismat

Skipulagsstofnun auglýsir eftir sérfræðingum til starfa við fjölbreytt og spennandi verkefni í skipulagsmálum og umhverfismati. Annarsvegar er um að ræða starf sérfræðings í teymi sem sinnir umhverfismati framkvæmda og hinsvegar sérfræðinga í teymi sem sinna skipulagsmálum sveitarfélaga. 

Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni og getu til að leysa verk á eigin spýtur og í samstarfi við aðra.

Helstu verkefni

  • Mat á umhverfisáhrifum. Vinna að ákvörðunum og álitum stofnunarinnar um umhverfismat framkvæmda ásamt leiðbeiningum og ráðgjöf um umhverfismat.
  • Skipulagsgerð sveitarfélaga. Vinna að leiðbeiningum og ráðgjöf um skipulagsgerð sveitarfélaga og afgreiðslu skipulagstillagna sveitarfélaga.
  • Ýmis verkefni við stefnumótun, leiðbeiningar og miðlun um skipulagsgerð og umhverfismat.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Meistarapróf sem nýtist í starfi.
  • Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu.
  • Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum.
  • Frumkvæði, skapandi hugsun og metnaður til að ná árangri.
  • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð enskukunnátta.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk.

Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. 

Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.

 

Ljósmynd á vef: Nanne Springer fyrir Glámu-Kím.