Skipulag haf- og strandsvæða

Skipulag á haf- og strandsvæðum er tvíþætt, annarsvegar er um að ræða stefnu ríkisins um skipulag haf- og strandsvæða og hinsvegar strandsvæðisskipulag þar sem mótuð er nánari stefna út frá aðstæðum á hverjum stað. 

Stefna um skipulag haf- og strandsvæða er sett fram í landsskipulagsstefnu, en Skipulagsstofnun annast gerð stefnunnar og hefur eftirlit með framfylgd hennar. Í stefnu um skipulag haf- og strandsvæða er einnig lagður grundvöllur að gerð strandsvæðisskipulags. Svæðisráð skipuð af fulltrúum ríkis og sveitarfélaga bera ábyrgð á gerð skipulagsins en Skipulagsstofnun vinnur að gerð þess í umboði svæðisráðs.

Á vefnum hafskipulag.is, má nálgast almennar upplýsingar um skipulag á haf- og strandsvæðum auk upplýsinga um strandsvæðisskipulag og ferlið við mótun þess hverju sinni. Auk þess er í vinnslu kortavefsjá yfir útgefin leyfi á haf- og strandsvæðum sem verður aðgengileg á vefnum.

Fjara

Hafskipulag